Strandgata 3 - 601 , Akureyri


TegundFjölbýlishús Stærð207.30 m2 5Herbergi 3Baðherbergi Sameiginlegur

EIGNAVER 460-6060

Strandgata 3 Penthouse
Glæsileg penthouse íbúð í miðbæ Akureyrar.
 Íbúðin er  á 6. og 7. hæð að Strandgötu 3 Akureyri.  Skráð séreign er 207,3 fm auk þess er búið að gera sólskála  og gang á 7. hæð sem er ca. 26,0 fm þannig að lokað rými er um 233,3 fm.  Að auki er rúmlega 120 fm þakgarður sem er í séreign þessarar íbúðar sem og 3 - 4 bílastæði í bílakjallara. 2 góðar geymslur í kjallara  Algjörlega einstök eign með einstöku útsýni!


Nánari lýsing:
6.hæð.
Forstofa, flísar á gólfi og fataskápur, litlar svalir til austurs. 
Forstofuherbergi, flísar á gólfi og fataskápur. 
Hol/gangur, flísar á gólfi. 
Stofa, rúmgóð stofa, glæsilegur arinn, stórir gluggar og frábært útsýni.
Svalir, rúmgóðar svalir til suð/vesturs. 
Eldhús, vönduð innrétting frá Tak innréttingum spónlagður viður. Flísar á gólfi og steinmottur á hluta veggjar og á milli skápa, innbyggð tæki fylgja. 
Baðherbergið. rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, góðir skápar og innrétting.  Upphengt WC, baðkar og sturta sér. 
Vinnuherbergi/hol, flísar á gólfi og útganga út á rúmgóðar svalir til vesturs. 
Tvö barnaherbergi eru á svefnherbergisgangi, flísar á gólfum herbergja og fataakápar. 
Hjónaherbergið er mjög rúmgott, flísar á gólfi mjög stór fataskápur og útganga út á svalir til austurs. 
Snyrting, flísar á gólfi og innrétting. 

7.hæð. 
Komið er inná físalagðan gang og þar er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara, vínrekki og lítil eldhúsinnrétting og ísskápur. 
Hurð inní sólskála/hljómleikarými. Parket á gólfi alveg lokað rými og þar eru einstakar hljómgræjur og sjónvarp.  Gólfið er sérstaklega einangrað og styrkt. 
Rennihurðir eru á sólskála bæði til suðurs og norðurs þ.e. út á þakgarðinn.
Heitur pottur (nýr - skel) er í suður/þakgarði.
Þakgarður til norðurs er mjög stór. 
Í enda sólskála/hljómskála er baðherbergi, sturta í suðurhluta og WC í norðurhluta. .

Annað:
- Gólfhiti. 
- Á þakverönd/svölum er glænýr heitur pottur. 
- Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af TAK innréttingum. 
- Fernar svalir í íbúð á 6.hæð og þakgaður á 7.hæð. 

Húseignin er í EINKASÖLU hjá Eignaveri fasteignasölu ehf. 

Nánari upplýsingar veitir Erla Björnsdóttir lgf. Sími 868-7601 / erla@eignaver.is