Skógar , Akureyri


TegundLóð / Jarðir Stærð875.30 m2 0Herbergi Baðherbergi

EIGNAVER 460-6060.

Skógar Hörgársveit, 601 Akureyri. 

Um er að ræða jörðina Skóga í Hörgársveit. Óskað er eftir tilboðum í jörðina, góður fjárfestingarkostur. 


Jörðin er staðsett í Hörgársveit í c.a. í  15 mín akstursfjarlægð frá Akureyri.  Jörðin stendur í hlíð Fossárheiði austan við þjóðveginn.  Samkvæmt mælingum frá Búgarði er jörðin talin vera c.a. 425,0 hektarar að stærð og samkvæmt Þjóðskrá Íslands (FMR) þá er ræktað landi talið vera 37,8 hektarar.
 
Einbýlishúsið er upphaflega byggt árið 1940 úr holsteini. Klætt að utan og búið er að endurnýja þak, glugga og gler.  Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, parket á gólfum herbergja sem og stofu. Eldri innrétting er í eldhúsi. Baðherbergið er nýlega uppgert.  Fallegt útsýni er úr íbúðarhúsi.
 
Útihúsin eru byggð á árunum 1940 – 1992 og eru í misgóðu ástandi.  Samkvæmt FMR eru útihúsin talin vera í heildina 875,3 fm. að stærð.  Fjárhús er nýtt sem slíkt í dag og tekur allt að 240 kindur. Fjósi hefur verið breytt í hesthús ofl. Útihúsin bjóða uppá ýmiskonar nýtingu, ekki síst til ferðamennsku, helstamennsku ofl.

Skógur: Í landi skóga eru tveir skógarreitir sem eru nokkrir hektarar að stærð.
 
Tekjur v/malarnáms eru árið 2019 kr: 335.785. þ.e. til 31/03 2019. 

Jörðin er í einkasölu hjá Eignaveri. 
 
Upplýsingar veitir:
Arnar Birgisson lgf. í síma 460-6060 / 898-7011.  arnar@eignaver.is

 

í vinnslu