Hafnarstræti 90 , Akureyri


TegundEinbýlishús Stærð411.80 m2 7Herbergi 2Baðherbergi Margir inngangar


EIGNAVER 460-6060.

Hafnarstræti 90 Akureyri.


Fallegt, virðulegt og mikið endurnýjað 411,8 fm. hús á frábærum stað í miðbæ Akureyrar. Húseign sem býður uppá mikla möguleika á ýmisskonar starfsemi s.s. menningarstarfs, verslunar, þjónustu og eða veitingarekstur. Eignarlóð. 

Í húsinu í er í dag rekið Flóra menningarhús á 1. hæð/aðalhæð. Á 2. hæð er 5 herbergja íbúð og manngengt risloft er þar fyrir ofan með þakgluggum. Kjallari er hólfaður niður í nokkur vinnurými/geymslur og eru fjórir inngangar í kjallara. 
Nánari lýsing. l. hæð, aðalhæð/verslun:
Verslunarrýmið er með aðalinngang að sunnanverðu. Í þessu rými var áður rekin ljósmyndastofa. Linolegum dúkur á gólfum, verslunarrýmið er þó nokkuð hólfað niður. Upptekið loft í viðbyggginu sem snýr til austurs. Starfsmannaaðstaða, bakinngangur, snyrting og eldhús. Góð lofthæð er á l. hæð. 2. hæð, íbúð:
Inngangur í íbúðina er á l. hæð að vestan.
Linoleum dúkur á stiga upp.
Hol/gangur, pússuð gólfborð. 
Fjögur svefnherbergi eru á hæðinni, pússuð gólfborð eru á gólfum herbergja nema einu þeirra, þar er dúkur. 
Snyrting, gólfborð
Stofan er mjög rúmgóð, gólfborð og úr stofu er farið út á nýlegar, veglegar svalir mót suðri. 
Eldhús, eldri innrétting gólfborð. 
Þvottaherb/baðaðstaða, lakkað gólf, baðkar og handklæðaofn. 


Risloft:
Úr búri við eldhús er stigi uppá risloftið sem er mjög skemmtilegt og manngengt svæði sem býður uppá skemmtilega möguleika á nýtinu eða samnýtingu við íbúð. Nýir þakgluggar.


Kjallari:
Í kjallara er lofthæð ágæt og þess vegna væri hægt að nýta hann undir ýmsa starfsemi og undanfarin ár þá hefur kjallarinn nýst sem vinnustofur og geymslur.
Fjórir inngangar eru í kjallara og þess vegna auðvelt að skipta honum upp í nokkur rými t.d. til útleigu. Annað:
- Mikið endurnýjuð húseign t.d. árið 2015 þá var þakið yfirfarið, þakpappi endurnýjaður sem og járn á þaki. Auk þess þá voru nýjar 30 fm. svalir byggðar yfir suðurhlið hússins svo dæmi sé tekið. Allt ytra byrði er nýlega yfirfarið og málað. Húsið var fyrsta athafnahús KEA og eru núverandi eigendur þriðju eigendur þess. Saga hússins og ýtarleg upptalning á þeim framkvæmdum sem gerðar hafa verið á húseigninni eru listaðar upp og hægt er að nálgast þær upplýsingar hjá Eignaveri eða óska eftir að fá þær sendar. 
- Endurbætur á húseigninni hafa verið gerðar í samráði við Húsafriðurnarnefnd ríkisins og alloft hlotið fjárframlag frá henni. 
- Sér bílastæði fylgja með og um eignarlóð er að ræða. 
- Eignin er án veðbanda. 


Húseignin er í einkasölu hjá Eignaveri. 

Nánari upplýsingar veita:
Tryggvi         s: 862-7919    / tryggvi@eignaver.is
Arnar            s: 898-7011    / arnar@eignaver.is